Afritun gagna í skýið
Afritunarlausnir í samstarfi við Microsoft Azure Cloud, Google Cloude o.fl. Afritun á harða diska, SAN o.fl. lausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili. Sérsniðnar afritunarlausnir.
Aðgerðir
Nokkur atriði varðandi afritun gagna!
Eitt það mikilvægsta sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir eiga eru stafræn gögn, skjöl, myndir, teikningar o.fl. Verðmæti eins og tölvur, tölvubúnaður, gagnageymslur, netþjónar, afritunarstöðvar, flakkarar og annar búnaður þar sem gögnin eru geymd skiptir litlu máli í samanburði við verðmæti gagna. Afritun gagna er því mikilvægari en nokkru sinni fyrr.
Örugg Azure afritun gagna í skýið
Margar útgáfur af sama skjali
Afrit af stýrikerfi og forritum
Hagkvæm og örugg gagnageymsla
Öll gögn dulkóðuð hjá Microsoft
Öryggi gagna
Að koma í veg fyrir gagnatap
Öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir gagnatap er að vera með sjálfvirka reglulega afritun. Regluleg sjálfvirk afritun af netþjónum, tölvum, símum og snjalltækum, þar sem mikilvæg gögn eru geymd, er nauðsynleg. Það er ekki spurning um hvort tölvan eða tækið bilar, heldur hvenær.
Þegar það gerist er óvíst að hægt verði að bjarga gögnum. Ef hægt er að bjarga gögnum, þá kostar það venjulega töluverðar fjárhæðir, mun meira en regluleg afritun.
Microsoft Azure sjálfvirk afritun í skýjið er hagkvæm og örugg lausn þar sem gögn eru afrituð reglulega yfir daginn, á meðan þú vinnur.